24.11.02

Var út í skóla í allan að gera Efnafræði, kom svo heim um 20:00, borðaði og ætlaði svo að fara frekar snemma uppí út af mjög litlum svefni undanfarnar nætur :O(
En nú er klukkan að nálgast 02:00 og ég ekki sofnuð!!!! Af hverju........ getur einhver svarað mér.

Þarf að vakna snemma til að reikna nokkur vel valin reiknisdæmi með því að nota aðferð Frobeníusar!!! Svo er TMC kl 12:00 hjá Sigga og eftir það er mér, Kristjáni og Daníelu boðið í afmæli til Tristans Gregers. Hann er 1.árs og þá vill maður auðvitað að manns eigins vinkonur mæti :O) Hlökkum öll voða mikið til og Christína búin að vera á haus að baka!