24.11.02

Reiknuðum gömul efnafræðipróf í allan gærdag og langt frameftir. Svo enduðum við Katy kvöldið á "Sweet home Alabama". Ekta stelpumynd, hlógum fullt og grenjuðum doldið líka!
Versta var að það var viðbjóðsleg lykt í bíósalnum, svona eins og mjög sterk hlandlykt!!! Fyndnasta er að við fórum síðast í bíó fyrir ca 2 mánuðum og í þennan sama sal og þá var sama ógeðslega fýlan...........!!!!
Ekki fara í sal 3 í Kringlubíó :O(

Keyrðum aðeins í miðbæinn eftir myndina og Katrín ætlar í sakleysi sínu að skrúfa niður bílrúðuna. En svo ........... fór rúðan ekki upp aftur - án gríns!!!
Það var þvílíkur gaddur, 22.nóvember, klukkan 1.30 um nótt og við með rúðuna niðri!!!
Frekar fyndið en samt doldið kalt!!!!