18.11.02


Uglan (eftir stúlku í fimmta bekk)
Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur
þannig að ég ætla skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex
hliðar
þ.e. hægri hlið, vinstri hlið efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún
halann
sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær
komist ekki í mjólkina. Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að
munnurinn
geti verið einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn
til að
borða með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, allveg
endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en hún
getur búið til meira og meira.
Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt langt
í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karlmannskýr eru kölluð
naut. Þau eru ekki spendýr.
Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái
nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er
það vegna þess að þær eru pakksaddar.