10.11.02

SGNILLDARFÖSTUDAGUR!!!

Vísó í VSB í Hafnarfirði. Fullkomin vísindaferð, stuttur fyrirlestur og síðan rölt um allan vinnustaðinn þar sem maður gat spurt starfsmenn og fengið að kynnast því hvað fólk var að vinna við. Síðan voru frábærar veitingar sem við náðum ekki einu sinni að klára. Svona finnst mér að vísindaferðir eigi að vera ekki eins og verður oft, bara forstjórarnir með Power point fyrirlestur í "allt of langan" tíma - svo veitingar - svo allir heim.......... og allir ekkert fróðari um vinnustaðinn heldur en áður. Áfram VSB!!!!

Eftir vísó var farið á rauða drekanum hennar K-line í Laugardalinn.
Margt allt of fyndið gerðist og er þetta sem stendur upp úr:

* Kýr drukknaði í Langá & kerling fórst í Búðardal "Eða öfugt"
* Rekin út af Pizza Hut
* Ljóðagerð
* Hraðsending á pizzu
* MR Viðrini
* Smúla / Spúla

Sömdum svo ljóð við mikinn fögnuð annarra Pizza Hut gesta !!!
Hér læt ég það flakka................

Gauss í öðru gaman er
grubbla saman smúla.
Bæði klæddur eða ber
bærinn eða súlan.


Höf: Gauss í öðru