Það var stemming í Þórsmörk síðustu helgi!!!
Fórum með Nýherja, vinnunni hans Kristjáns og tókum Guðjón Eggert & Elísu Gróu (litlu frændsystkinin mín) með. Það var búin til stífla í ánni, farið í göngu, skoðað helli, brenna, fjöldasöngur, heilt lamb á teini o.s.frv...... Þetta var algjör ævintýraferð þrátt fyrir hrikalega rigningu, gjörsamlega eins og hellt úr fötu á laugardeginum, fram að kvöldmat. Fórum í gönguna meðan demban var en það var bara gaman - allir að detta, svo sleipt og svo þurfti að smúla drulluna af sumum. Mér leið svona eins og þegar maður var lítill í pollagalla útí grenjandi rigningu, allur út í drullu. Var búin að gleyma hvað það er gaman :O) :O) :O) En eftir gönguna vorum við bara inn í tjaldi í kósý-fíling að spila ólsen ólsen fram að mat! Semsagt - skemmtum okkur konunglega og stóðum okkur bara ágætlega held ég í foreldrahlutverkinu :O)
<< Home