14.6.05

spuni & ljóðalestur...

Í maí skráði ég mig á námskeið sem var ætlað fyrir svona gamlar feitar skvísur sem höfðu eitt sinn eytt tíma ævi sinnar í fimleikaiðkun!
Ég hlakkaði til en var jafnframt doldið kvíðin.
Á fyrstu æfingunni varð mér síðan ljóst að æfingarnar myndu ekki einungis felast í trampólínstökkum og gólfæfingum. Þriðja vikan er nú að ljúka og það sem við höfum aðallega verið að læra er t.d. slökun, þ.e.a.s. að læra að slaka á með því að nota hin ýmsu form af hreyfingu/tjáningu! Í dag vorum við t.d. í einskonar spuna. Í ca 10. mínútur þá dönsuðum/hreyfðum við okkur við tónlist og vorum allan tímann með lokuð augun, mjög spes en jafnframt hrikalega slakandi, hefði aldriei trúað því..... alveg svona slaka slaaaka sllaaaaka ;)
Já svo í lokin fluttum við ljóð hver fyrir aðra eftir að hafa staðið fyrir framan hópinn og náð augncontakti við hverja og eina í 1 mínútu! Já alltaf er maður að læra e-ð nýtt......
Ætla núna að hoppa upp í ból og halda áfram að slaaakkkaaa slaaaka sllaaaa og svo SOFNA!

Set með til gamans ljóðið sem ég flutti áðan:

leikarinn

svo mörg hlutverk
hvern einasta dag
þekki mig ekki lengur
veit ekki hver ég er
veit ekki hvað ég vil
bara eitt safn af
mismunandi grímum
mismunandi ég-um
verð að stíga af sviðinu
fara baksviðs og átta mig
Aurora Borealis
1986