15.8.05

MyndabloggMín bara farin að skokka....!!!
Já ég get svo svarið það, hefði ekki trúað því en maður leynir á sér! Við Ása Ninna erum búnar að fara nokkrum sinnum út að "arka" undanfarið og við höfum alltaf svo rosalega mikið að segja hvor annarri að allt í einu erum erum við alltaf búnar að labba í e-a 2 tíma ;)
Áðan ætlaði ég svo að fara í smá labbitúr, skellti mér í hlaupaskóna, stillti á Damien Rice á Ipoddinum og hækkaði í botn. Áður en ég vissi af var ég farin að hlaupa og hlaupa og mér leið eins og ég væri komin nokkur ár aftur í tímann að keppa í Landsbankahlaupinu að berjast um titilsæti!

Þetta var bara þrælgaman, svei mér þá ef ég geri þetta ekki aftur.....

Á leiðinni smellti ég svo einni mynd af þessu fallega útsýni sem blasti við mér....

Myndina sendi ég