28.8.03

Kolfinna Mist hennar Bryndísar átti afmæli 8.ágúst og hélt ofsa fína veislu með barbí-diskunum sínum, dúknum og glösunum sem hún hafði fengið að kaupa 8 mánuðum áður, en hún var búin að bíða og bíða eftir afmælinu sínu aðalega til að nota þetta líka fína "stell" sitt :)
En málið var að ég var á fullu í próflestri þegar afmælið var svo ég komst ekki. Fór því í kvöld á Njálsgötuna til mæðgnanna með afmælisgjöf handa skottunni minni. Held hún hafi verið ánægð með gjöfina (sem var voða pæjubolur) allavegana vildi hún strax máta hann og var svo engan veginn á leiðinni úr honum! Kristján kom svo til okkur og Kolla fékk hann með sér í nokkra vel valda leiki ... ;O)