26.8.03

Gleymi að segja frá því allra merkilegasta - Katrín & Steinar eru flutt!!!! Daradadamm.......
Já hún Katrín er flutt úr foreldrahúsum í höfuðborgina miklu, steinsnar frá miðbænum.
Fór að skoða íbúðina áðan og líst stórvel á - hús við hæfi myndi sultan orða það he he
Svo eru nánast allir TMC meðlimir að færa sig um set, Þórey Edda keypti síðasta vegtur, Ásdís & Stebbi fluttu sig í sumar á Hjónagarðana, Hlín flytur sig um í Hafnarfirðinum um helgina, Ásdís & Doddi keyptu íbúð í vesturbænum í síðustu viku og Danni & Kristrún flutti í gær í 200 fm einbýlishús við Ægissíðuna! Vonandi verður svo ekki langt í að Kristján & frú flytji.