7.4.03

Strætó........
Þurfti að taka strætó í dag! Bíllinn hennar Katrínar bilaði þegar við vorum á leiðinni í skólann reyndar ennþá í hlaðinu heima hjá henni svo það var ekki hægt að stóla á hann meir. Svo við gösluðumst til að taka strætisvagn í skólann, þurftum að taka einn innanbæjarvagn að Bitabæ, þar tókum við svo strætó á Hlemm, löbbuðum frá Hlemmi á Skúlagötu til að ná í gögn út af umhverfisverfræðiverkefninu, löbbuðum á Hlemm, tókum þaðan strætó út í Háskóla.
Þetta tók rúman klukkutíma........... vá hvað ég var búin að gleyma hvað það er drulluleiðinlegt að taka strætó!!!!!!!!! Ég hefði gert þetta á 10 mínútum á mínum eigins bíl.... eða svona nokkurn veginn :O(