12.4.03

AÐALFUNDUR NAGLANNA 2003
Jæja...... þá er búið að kjósa nýja stjórn!!!
Heppnaðist ótrúlega vel allt saman og nýja stjórnin lofar mjög góða og vil ég sérstaklega óska Katrínu Karls til hamingju með sinn titil "ritari Naglanna". Ég var síðan kosinn "hirðljósmyndari" ásamt Auði - svo maður er víst neyddur til að fara í hverja einustu vísindaferð á næsta ári !!!
Þetta var haldið í skemmtihúsinu á Laufásvegi, gömlu kennslustofunni minni úr Kvennó. Steinar hennar Katrínar hélt uppi stuðinu með því að þeyta skífum fram eftir nóttu. Semsagt klassakvöld allt saman.........
Fyndnast samt að nýja stjórnin þurfti svo að vakna í morgun og taka allt til eftir kvöldið & þau eru enn að... hí hí

Að sjálfsögðu tók "hirðljósmyndarinn" embætti sitt grafalvarlega og tók heilan helling af myndum :O)