12.1.03

Fór á 20 ára fimleika-afmælissýningu Stjörnunnar í gær að horfa á Elísu Gróu og Katrínu sýna listir sínar. Steinþór & Áslaug buðu mér svo í mat, þar sem Kris var fyrir austan að elda.
Heimsótti Ásu Ninnu og Gumma um kvöldið og spjallaði við þau langt fram eftir. Ása er mesta krúttið þessa dagana, algjör bumbulína :O) Enda gæti lítill sætur strákur farið að koma í heiminn á næstu dögum!
Er svo búin að vera í móki í allan dag, hausinn ekki að virka sem skyldi. Ég sem ætlaði að vera geðveikt dugleg að byrja að lesa Tölulega greiningu, en það varð semsagt ekki úr því : O(