12.7.05

HRINGINN Í KRINGUM ÍSLAND...

Komin aftur í höfuðborgina og vikusumarfríinu því lokið :(
Byrjaði ansi hressilega hjá okkur á Höfn fyrstu nóttina þar sem við nánast flutum út úr tjaldinu...... ;/ sváfum svo í bílnum restina af þeirri nótt!
Það sem kom mér einna mest á óvart í ferðinni var hversu fallegir Austfirðirnir eru, hvorugt okkar hafði neitt ferðast þar, vorum alveg undrandi!
Svo er Mývatn algjört æði, svo ótrúlega margt hægt að skoða og tjaldsvæðið á svo fallegum stað og bóndinn á staðnum alveg mesta krúttið. Keyptum af honum taðreyktan silung sem var sjúklega góður og svo gaf hann okkur nokkur andaregg.

Hringinn í kringum Ísland 017
Hótel Framtíð þar sem við fengum svefnpokapláss eina nóttina vegna veðurs. Það rigndi svo mikið að við fengum okkur varla í að hlaupa úr bílnum og inn í húsið!

Hringinn í kringum Ísland 021
hmm

Hringinn í kringum Ísland 081
Jarðböðin á Mývatni... ahhh svo notalegt

Hringinn í kringum Ísland 074
já það var doldið kalt...

Hringinn í kringum Ísland 023
bjútífúúúlllll

Þverkelda2005 021
Enduðum svo á ættarmóti í Skógnesi í Gaulverjabæ í svaðalegu fjöri...

Já þetta er fallegt land sem við eigum, væri alveg til í að fara annan hring á næstunni! Fara þá kannski hinn hringinn......... ?