18.6.02

Jæja þá, enginn smá helgi !!!
Byrjaði snemma á laugardagsmorgninum og skellti mér á 2 tíma fimleikaæfingu - aðeins að rifja upp gamla takta. Svo eftir það var brunað í Borgarfjörðinn. Ferðinni var heitið til hins margrómaða sumarbústaðs Sóleyjar og fjölsk.
Ég, Kris, Ester & Kiddi byrjuðum strax að tjalda því við vorum sko í útilegu :O) En restin svaf í bústaðnum.
Fyrst sátum við bara aðeins úti á túni í góða veðrinu og höfðum það gott en síðan var hafist handa við að útbúa stórglæsilega máltíð grillaða af Kris Kristófers! Lundirnar runnu ljúft niður með bökuðu kartöflunum og nýstárlegu sveppauppskriftinni (sjá uppskriftir). Þegar hér var komið við sögu var heldur betur kominn tími á gítar............... vorum svo heppin að hafa 3 gítarleika í för sem spiluðu og trölluðu frameftir við ljúfan söng M.Í. systra.
Fólk var að drattast á fætur rétt fyrir hádegi á sunnudeginum og þá var fengið sér hádegismat. En þarna voru endalokin hjá Katyline og Stoney því Katrín þurfti að vera mætt á áríðandi fund í Reykjavík svo þau brunuðu veifandi af stað.
Við hin heimsóttum Borgarnes, sumir fóru í sund en aðrir viðruðu sig í grasagarðinum. Vorum svo komin upp í bústað seinnipartinn og þá var fólk orðið svo örmagna að það varð að taka sér smá síðdegislúr. Ég og Kristján rifum vindsængina úr tjaldinu og út á tún og sváfum undir berum himni, rotuð í 2 tíma eins og ungabörn í vagni. Sóley vakti okkur svo um 19 og rak alla í göngu - en einhver varð að snúa lærinu sem Jóna og Grétar voru búin að bjóða okkur í um kvöldið svo ég tók það hlutverk að mér en horfði með öfundaraugum á vini mína hlaupa í náttúrunni. En þau komu mátulega til baka, því lærið og kartöflurnar voru tilbúnar svo við settumst að snæðingi. Þarna var eitthvað verið að tala um að skella sér á ball í Hreðavatnsskála um kvöldið með Stuðbandalaginu en vegna ofáts og afveltu var það flautað af nokkrum mínútum seinna. Frekar sungum við bara við gítarinn og spiluðum nokkra vel valda leiki í tilefni dagsins. En við vorum frekar lélegir djammarar þetta kvöldið, flestir farnir að sofa rétt eftir 1.
17. júní var haldinn hátíðlegur með því að taka saman tjöldin og bruna í Borgarnes í hyrnuna. Eftir það var keyrt í bæinn. Svo fór um sjóferð þá :O)